Starfsemi

Landsbréf hf.

Landsbréf hf. voru stofnuð árið 2008 og eru í dag eitt stærsta sjóðastýringarfyrirtæki landsins með um 186 milljarða í virkri stýringu.

Hlutverk Landsbréfa er að vera hreyfiafl sem með virkri eignastýringu brúar bilið milli sparnaðar og fjármögnunar á öllum stigum íslensks samfélags. Landsbréf stýra fjölbreyttu úrvali sjóða og félaga sem fjárfesta víða í íslensku samfélagi og á alþjóðlegum verðbréfamörkuðum. Landsbréf þjóna jafnt einstaklingum sem fagfjárfestum.

Hjá Landsbréfum starfa fjögur teymi skipuð 20 sérfræðingum með yfir 16 ára starfsreynslu á fjármálamarkaði að meðaltali.

Landsbréf eru fjármálafyrirtæki í skilningi laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki og hefur starfsleyfi frá Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands sem rekstrarfélag verðbréfasjóða, fjárfestingarsjóða og fagfjárfestasjóða, auk þess sem starfsleyfið tekur til eignastýringar fyrir aðra. Landsbréf hf. eru dótturfélag Landsbankans hf. sem óbeinn eigandi alls hlutafjár félagsins í gegnum eignarhald dótturfélaga sinna Eignarhaldsfélags Landsbankans ehf. (99,99%) og Bláma fjárfestingarfélags (0,01%) sem eiga allt útgefið hlutafé Landsbréfa. Meirihluti stjórnar félagsins er óháður Landsbankanum og er það rekið sem sjálfstætt fjármálafyrirtæki.

Saga

Í ársbyrjun 2011 keypti Landsbankinn rekstrarfélagið Rose Invest. Nafni þess félags var í kjölfarið breytt í Landsbréf hf. Í mars 2012 keyptu Landsbréf alla sjóði Landsvaka hf. að undangengnu verðmati tveggja óháðra aðila. Flutningur sjóðanna fór fram þann 31. mars 2012 að fengnu leyfi Fjármálaeftirlitsins.


Gildi Landsbréfa

Árangur

Verðum í fararbroddi í eignastýringu á Íslandi með vöruþróun, fjármögnun og stýringu eigna.

Lausnir

Við finnum lausnir fyrir þá sem þurfa fjármögnun og sparnaðarleiðir. Þannig brúum við bilið milli sparnaðar og fjármögnunar á öllum stigum íslensks samfélags.

Hlutverk Landsbréfa

Landsbréf er hreyfiafl sem með virkri eignastýringu brúar bilið milli sparnaðar og fjármögnunar.

Fagmennska

Við greinum umhverfi okkar ítarlega og erum sérfræðingar sem vilja miðla þekkingunni til viðskiptavina okkar. Við sinnum störfum okkar af fagmennsku.

Traust

Viðskiptavinir sýna okkur það traust að fela okkur stýringu á eignum þeirra. Við mætum því trausti með ábyrgð, gagnsæi og virkri upplýsingamiðlun.