Góð dreifing á skuldabréfamarkaði
Markaðsbréf eru blandaður skuldabréfasjóður og henta þeim sem vilja dreift og blandað eignasafn innlendra skuldabréfa. Sjóðurinn er ætlaður einstaklingum, lögað-ilum og fagfjárfestum og fjárfestir í verðtryggðum og óverðtryggðum skuldabréfum, s.s. skuldabréfum ríkis, sveitar-félaga, fjármálafyrirtækja og annarra fyrirtækja. Töluverð skuldaraáhætta getur verið í sjóðnum og búast má við sveiflum í ávöxtun sjóðsins til skemmri tíma. Ráðlagður fjárfestingartími er 2 ár eða lengur.
Betri kjör á innlánum í krafti stærðar
Veltubréf henta þeim sem vilja fjárfesta að mestu í innlánum en einnig í mjög stuttum verðbréfum. Sjóðurinn er ætlaður einstaklingum, lögaðilum og fagfjárfestum. Sjóðurinn fær betri kjör á innlánum í krafti stærðar sinnar en bjóðast almenningi og ber litla vaxtaáhættu. Ráðlagður fjárfestingartími er einn mánuður eða lengur.
Virk stýring milli hlutabréfa og skuldabréfa
Sjóðurinn er ætlaður einstakl-ingum, lögaðilum og fagfjár-festum og hentar þeim sem vilja fjárfesta í dreifðu og blönduðu safni verðbréfa, annarra sjóða og innlána. Fjárfest er í innlendum sem og erlendum hlutabréfum, skulda-bréfum og sjóðum, ásamt inn-lánum. Kaup í Eignadreifingu langtíma er langtímafjárfesting þar sem búast má við töluverð-um sveiflum í ávöxtun sjóðsins til skemmri tíma. Ráð-lagður fjárfestingartími er 3 ár eða lengur.
Úrval skráðra íslenskra hlutabréfa
Sjóðurinn er góður kostur fyrir þá sem vilja ávaxta fé sitt í úrvali íslenskra hlutabréfa og njóta áhættudreifingar um leið. Kaup í Úrvalsbréfum er lang-tímafjárfesting þar sem búast má við miklum sveiflum í ávöxtun sjóðsins til skemmri tíma. Ráðlagður fjárfestingar-tími er 4 ár eða lengur. Sjóður-inn er ætlaður einstaklingum, lögaðilum og fagfjárfestum.
Besta nafnávöxtun sl. 12 mánuði
Sparnaður í sjóðum
Sparnaður getur tekið á sig ýmsar myndir. Hvort sem markmiðið er að eiga varasjóð eða einfaldlega að safna fyrir útborgun í næstu bifreið heimilisins, er skynsamlegt að leggja fyrir.
Lykillinn að góðum árangri í fjárfestingum er að gera sér skýra grein fyrir markmiðum sínum, velja hentugar ávöxtunarleiðir og hafa greiðan aðgang að faglegri ráðgjöf.
Af hverju að spara í sjóðum?
Fjárfesting í fjármála-gerningum felur ætíð í sér áhættu. Fjárfesting í hlutdeildarskírteinum verðbréfa- eða fjárfestingar-sjóða er að jafnaði öruggari en þegar keyptir eru einstakir fjármálagerningar því hver
sjóður dreifir áhættu með kaupum í fleiri flokkum fjármálagerninga. Með því að kaupa í sjóði nýtur þú skattalegs hagræðis þar sem ekki er greiddur fjármagns-tekjuskattur nema við innlausn, ólíkt innlánsreikningum.