Besta nafnávöxtun sl. 12 mánuði

Sparnaður í sjóðum

Sparnaður getur tekið á sig ýmsar myndir. Hvort sem markmiðið er að eiga varasjóð eða einfaldlega að safna fyrir útborgun í næstu bifreið heimilisins, er skynsamlegt að leggja fyrir.

Lykillinn að góðum árangri í fjárfestingum er að gera sér skýra grein fyrir markmiðum sínum, velja hentugar ávöxtunarleiðir og hafa greiðan aðgang að faglegri ráðgjöf.

Af hverju að spara í sjóðum?

Fjárfesting í fjármála-gerningum felur ætíð í sér áhættu. Fjárfesting í hlutdeildarskírteinum verðbréfa- eða fjárfestingar-sjóða er að jafnaði öruggari en þegar keyptir eru einstakir fjármálagerningar því hver

sjóður dreifir áhættu með kaupum í fleiri flokkum fjármálagerninga. Með því að kaupa í sjóði nýtur þú skattalegs hagræðis þar sem ekki er greiddur fjármagns-tekjuskattur nema við innlausn, ólíkt innlánsreikningum.