20.08.2013 15:08

Matei Manolescu hefur störf hjá Landsbréfum

Matei Manolescu hefur hafið störf hjá Landsbréfum hf.

Matei starfaði hjá Glitni á árunum 2006 til 2008 þar sem hann stýrði og þjálfaði meðal annars söluteymi bankans í sölu sjóða og annarra þjónustuþátta bankans. Á árunum 2008 til 2012 starfaði hann hjá Almenna lífeyrissjóðnum þar sem hann veitti meðal annars fjárfestingar-, lífeyris- og skattaráðgjöf til sjóðfélaga og starfaði í eignastýringarteymi sjóðsins.

Matei er með MSc, gráðu í fjármálum frá Imperial College í London þar sem hann lagði áherslu á sérhæfðar fjárfestingar og verðlagningu. Matei hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum frá HR árið 2011 og BSc gráðu í Fjármálaverkfræði frá sama skóla 2010 þar sem hann hefur einnig kennt Eignastýringu.

Fréttasafn