28.01.2013 12:18

Jón Ingi Árnason ráðinn sjóðstjóri hjá Landsbréfum

Jón Ingi Árnason hefur hafið störf sem sjóðstjóri hjá Landsbréfum hf. Jón Ingi hefur víðtæka reynslu af fjármálamörkuðum en frá árinu 2009 hefur hann starfað hjá og verið meðeigandi J Bond Partners þar sem hann stýrði meðal annars J Bond Fund, veitti fyrirtækjum og stofnunum ráðgjöf vegna fjármögnunar og ráðgjöf vegna viðskipta með skuldabréf. Á árunum 2007 til 2009 starfaði Jón Ingi sem forstöðumaður skuldabréfamiðlunar Íslandsbanka/Glitnis og sem verðbréfamiðlari hjá Íslandsbanka á árunum 2004-2007. Á árunum 2000 til 2004 starfaði Jón Ingi hjá Sameinaða lífeyrissjóðnum.

Jón Ingi er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

Fréttasafn