07.03.2016 14:21

Landsbréf hafa lokið fjármögnun á nýjum veðskuldabréfasjóði, Landsbréfum - Veðskuldabréfasjóði slhf.

Sjóðurinn, sem verður ríflega 8,7 milljarðar að stærð, er fagfjárfestasjóður sem mun fjárfesta í skuldabréfum með fasteignaveði. Áætlað er að fjárfestingar verði 5-10 talsins og er því gert ráð fyrir að einstakar fjárfestingar verði tiltölulega stórar og að sjóðurinn verði þannig öflugur aðili í langtímafjármögnun fasteigna. Hluthafar í Landsbréfum – Veðskuldabréfasjóði slhf. eru 16.

Framkvæmdastjóri og sjóðstjóri Landsbréfa - Veðskuldabréfasjóðs slhf. er Ingvar Karlsson.

Um Landsbréf

Landsbréf eru sjálfstætt starfandi fjármálafyrirtæki og starfar sem rekstrarfélag verðbréfasjóða í skilningi laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, og hefur sem slíkt leyfi til sjóðastýringar, auk þess sem félagið hefur starfsheimildir til eignastýringar og fjárfestingar.