Fjárfestingarstefna

Fjárfestingarstefna

Fjárfest er í skuldabréfum með veði í atvinnu- og íbúðarhúsnæði. Fasteignir sem veð er tekið í skulu vera fullbúnar og í notkun eiganda eða útleigu. Markmiðið er að lána til lengri tíma og í stór verkefni. Aðallega verður fjárfest í veðskuldabréfum með veði á höfuðborgarsvæðinu en einnig er rými fyrir landsbyggðina í fjárfestingarstefnunni. Hámark fjárfestingar í einum útgefanda veðskuldabréfs er 30% ef um er að ræða veð í íbúðarhúsnæði en 15% í tilfelli atvinnuhúsnæðis.