Hlutabréfasjóðir
Hlutabréfasjóðir Landsbréfa | 12 mánaða nafnávöxtun
Úrvalsbréf
Úrvalsbréf fjárfesta í hlutabréfum sem skráð eru í Kauphöll Íslands. Sjóðurinn er góður kostur fyrir þá sem vilja ávaxta fé sitt í úrvali íslenskra hlutabréfa og njóta áhættudreifingar um leið.
Öndvegisbréf
Öndvegisbréf fjárfesta bæði í hluta-bréfum sem skráð eru í Kauphöll Íslands sem og óskráðum íslenskum hlutabréfum. Sjóðurinn hefur heimildir til að fjárfesta fyrir allt að 40% í óskráðum íslenskum hlutabréfum og hefur því úr fleiri möguleikum að velja í íslensku atvinnulífi.
Nordic 40
Landsbréf Nordic 40 er góður kostur fyrir þá sem vilja ávaxta fé sitt í þeim norrænu hlutafélögum sem mynda Norrænu hlutabréfavísitöluna OMX N40, sem samanstendur af 40 stærstu og veltumestu norrænu hlutafélögunum í OMX kauphöllunum.
Global Equity Fund
Landsbréf Global Equity Fund er verðbréfasjóður sem byggir á hugmyndafræði sjóðasjóða (e. Fund of Funds). Sjóðurinn stefnir að góðri langtímaávöxtun og áhættudreifingu með fjárfestingum í völdum verðbréfasjóðum helstu sjóðastýringarfyrirtækja heims auk einstakra verðbréfa.
Hlutabréfasjóðir
Úrvalsbréf
18,5%
Global Portfolio
Landsbréf - Global Portfolio er fjárfestingarsjóður með virka eignastýringu. Sjóðurinn er ætlaður einstaklingum, fyrirtækjum og fagfjárfestumog hentar þeim sem vilja fjárfesta í dreifðu og blönduðu safni erlendra hlutdeildarskírteina og innlána. Áhersla er lögð á fjárfestingar í hlutdeildarskírteinum erlendra hlutabréfasjóða.
Hlutabréfasjóðir
Global Portfolio
23,3%
Fyrirvari
Áhætta fylgir ávallt fjárfestingu í sjóðum þar sem gengi þeirra getur bæði hækkað og lækkað vegna verðbreytinga á eignum sjóðanna og vegna gengisflökts gjaldmiðla þegar eignir sjóða eru í erlendum gjaldmiðlum. Hafa ber í huga að ávöxtun í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur. Fjárfestum er bent á að kynna sér vel lykilupplýsingar og útboðslýsingu sjóða áður en fjárfest er í þeim. Fjárfestum er enn fremur ráðlagt að kynna sér helstu áhættuþætti og upplýsingar um skattamál.