Stjórn

Stjórn Landsbréfa hefur yfirumsjón með starfsemi félagsins í samræmi við lög, reglugerðir og samþykktir. Stjórnin mótar almenna stefnu félagsins og skal annast um að skipulag og starfsemi þess sé jafnan í réttu horfi.

Stjórn Landsbréfa skal skipuð eigi færri en fimm mönnum og tveimur til vara, kjörnum á aðalfundi til eins árs í senn. Stjórnarmenn skulu uppfylla hæfisskilyrði laga um fjármálafyrirtæki.

Stjórn Landsbréfa hf.

Þóranna Jónsdóttir

Formaður stjórnar

Þóranna útskrifaðist með MSc í Lyfjafræði frá Háskóla Íslands árið 1994 og með MBA gráðu frá IESE í Barcelona 1998. Árið 2008 lauk hún prófi í verðbréfamiðlun og útskrifaðist með doktorspróf úr Business Administration frá Cranfield University í Bretlandi árið 2011, en þar sérhæfði hún sig í ábyrgð og skyldum stjórnarmanna. Þóranna er stjórnendaráðgjafi og lektor við viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík. Hún starfaði áður sem deildarforseti viðskiptadeildar HR og þar áður framkvæmdastjóri rekstrar og stjórnunar við sama skóla. Þóranna var framkvæmdastjóri samskipta- og viðskiptaþróunar hjá Auði Capital hf. árin 2007-2011 og framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Vistor hf./Veritas Capital hf. á árunum 2005-2008. Þóranna er flokkuð sem óháður stjórnarmaður. Hún er formaður starfskjaranefndar Landsbréfa. Þóranna var kjörin fyrst í stjórn Landsbréfa á aðalfundi 6. apríl 2017

 

Magnús Magnússon

Meðstjórnandi

Magnús er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og er með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum frá Norvegian School of Economics í Bergen í Noregi. Magnús starfar nú á fyrirtækjasviði Landsbankans hf. var áður forstöðumaður fyrirtækjasviðs Landsbanka Íslands hf. í slitameðferð (LBI ehf.) á árunum 2009 – 2017, var sjálfstætt starfandi við eigið fyrirtæki á árunum 2002 – 2008, en vann hjá Búnaðarbankanum, Gildingu og Lýsingu á árunum 1990 – 2002. Magnús hefur jafnframt setið í stjórnum ýmissa félaga. Magnús er flokkaður sem háður stjórnarmaður. Hann á sæti í endurskoðunarnefnd Landsbréfa.

Magnús sat í stjórn Landsbréfa frá apríl 2018 – janúar 2019 og var kjörinn að nýju í stjórnina í apríl 2019.   

 

Guðmunda Ósk Kristjánsdóttir

Meðstjórnandi

Guðmunda Ósk er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Guðmunda hefur starfað sem viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði Landsbankans frá árinu 2016, var framkvæmdastjóri fjármálasviðs 365 miðla 2015 – 2016, starfaði sem viðskiptastjóri hjá Landsbankanum frá 2007 - 2015 en vann sem hlutabréfa- og skuldabréfagreinandi hjá Búnaðarbankanum og síðar Landsbankanum frá 2003 – 2007. Guðmunda er sem starfsmaður Landsbankans flokkuð sem háður stjórnarmaður. Fyrir utan tengsl hennar við Landsbankann, sem starfsmaður hans, þá á hún engin sérstök hagsmunatengsl við helstu viðskipta- eða samkeppnisaðila Landsbréfa. Hún á sæti í endurskoðunarnefnd Landsbréfa.

Guðmunda Ósk var fyrst kjörin í stjórn Landsbréfa 6. apríl 2018

 

Haraldur Flosi Tryggvason

Meðstjórnandi

Haraldur Flosi Tryggvason lauk embættisprófi í lögum frá Háskóla Íslands árið 1999, árið 2002 bætti hann við sig M.Jur gráðu við Oxford háskóla og ári síðar MBA gráðu við Oxford Brookes háskóla. Á starfsferli sínum hefur Haraldur Flosi jöfnum höndum sinnt stjórnunarstörfum og lögmennsku, auk kennslu á sviði lögfræði og viðskiptafræði. Hann hefur setið í stjórnum ýmissra fyrirtækja m.a. Orkuveitu Reykjavíkur, Landsvirkjun, VÍS hf. og Félagsbústaða hf. þar sem hann situr enn sem stjórnarformaður. Haraldur sinnir lögmennsku sem aðalstarfi og er meðeigandi á lögmannsstofunni LMB Mandat. Haraldur Flosi er flokkaður sem óháður stjórnarmaður. Hann er varaformaður stjórnar Landsbréfa og á sæti í starfskjaranefnd.

Haraldur Flosi var fyrst kjörinn í stjórn Landsbréfa 6. apríl 2018

 

Signý Sif Sigurðardóttir

Meðstjórnandi

Signý er verkfræðingur frá Háskóla Íslands og er með meistaragráðu í „Operations Research“ frá Columbia University í New York. Signý hefur unnið hjá Landsvirkjun frá árinu 2015 og er nú forstöðumaður fjárstýringar hjá því fyrirtæki. Árin 2010 – 2015 vann Signý sem sérfræðingur hjá slitastjórn LBI hf. Signý Sif er flokkuð sem óháður stjórnarmaður og telst bæði óháð félaginu og stórum hluthöfum þess.

Signý Sif var fyrst kjörin í stjórn Landsbréfa 28. apríl 2020.






Varamenn

  • Erna Eiríksdóttir
  • Guðjón V. Ragnarsson

Meirihluti stjórnarmanna er ótengdur Landsbankanum.

Framkvæmdastjóri Landsbréfa hf. er Helgi Þór Arason.