14.01.2016 10:45

50% afsláttur af gjaldi við kaup í sjóðum Landsbréfa

Gefinn verður 50% afsláttur af gjaldi við kaup í sjóðum Landsbréfa út janúar. Ávallt er veittur 100% afsláttur af gjaldi við kaup í reglubundnum sparnaði í sjóðum.

Hægt er að kaupa í sjóðum Landsbréfa í gegnum netbanka Landsbankans, hjá Verðbréfa- og lífeyrisráðgjöf í síma 410 4040 eða með því að koma við í næsta í útibúi Landsbankans.

Fjárfesting í sjóðum felur ætíð í sér áhættu. Fjárfesting í verðbréfa- eða fjárfestingarsjóði er að jafnaði öruggari en þegar keyptir eru einstakir fjármálagerningar, þar sem hver sjóður dreifir áhættu með kaupum í fleiri en einum flokki fjármálagerninga. Verðbréf og aðrir fjármálagerningar eru í eðli sínu áhættusamar fjárfestingar og verðbreytingar á eignum sjóða hafa bein áhrif á gengi þeirra. Nauðsynlegt er að fjárfestar kynni sér vel þá áhættu sem fólgin er í því að fjárfesta í sjóðum með því að kynna sér útboðslýsingu og lykilupplýsingar þeirra áður en ákvörðun er tekin um fjárfestingu.

Fréttasafn