29.04.2014 09:30

Helgi Þór Arason ráðinn framkvæmdastjóri Landsbréfa

Stjórn Landsbréfa hf. hefur ráðið Helga Þór Arason sem framkvæmdastjóra félagsins.

Helgi hefur mikla reynslu af íslenskum fjármálamarkaði en undanfarin ár hefur hann gegnt starfi forstöðumanns Markaðsviðskipta í Landsbankanum hf.

Helgi nam viðskiptafræði við Háskóla Íslands og stefnir á að ljúka MBA prófi frá sama skóla nú í vor. Hann hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum sbr. 53. gr. laga um fjármálafyrirtæki.

Helgi hefur störf þann 5. júní næstkomandi, en fram að þeim tíma mun Hermann Már Þórisson, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra Landsbréfa til bráðabirgða, vera framkvæmdastjóri félagsins.

Fréttasafn