13.09.2013 13:15

Landsbréf - Úrvalsbréf: Reglubreyting

Fjármálaeftirlitið og stjórn Landsbréfa hafa staðfest breytingar á reglum fjárfestingarsjóðsins Landsbréf – Úrvalsbréf.

Breytingarnar felast í eftirtöldu:

Heimilisfangi sjóðsins er breytt í Borgartún 33, Reykjavík. Var áður í Borgartúni 25, Reykjavík.

Breytingar eru gerðar á umsýsluþóknun rekstrarfélagsins fyrir rekstur sjóðsins. Uppgjör umsýsluþóknunar er nú mánaðarlega en var ársfjórðungslega áður. Eftirlitsgjald til Fjármálaeftirlitsins sem lagt er á skv. lögum er nú greitt beint af sjóðnum og rekstrarfélagið hefur nú heimild til þess að krefja sjóðinn um endurgreiðslu annars kostnaðar sem fellur til við rekstur hans.

Breytingar eru gerðar á 4. gr. reglnanna um útvistun á verkefnum til Landsbankans, útvistuðum verkefnum hefur nú verið fækkað.

Gerðar eru breytingar á viðskiptatíma sjóðsins sem er nú frá kl. 9:30 til 14:30. Áður var viðskiptatíminn til kl. 15.30.

Fjárfestingarheimildir sjóðsins eru auknar. Meginbreytingin er sú að nú er sjóðnum heimilt að fjárfesta í verðbréfa, – og fjárfestingarsjóðum sem fjárfesta í hlutabréfum og að fjárfesta í fagfjárfestasjóðum.

Eigendum hlutdeildarskírteina í Landsbréfum – Úrvalsbréfum er gefinn kostur á að færa eign sína í aðra sjóði Landsbréfa sér að kostnaðarlausu til 4. október nk. felli þeir sig ekki við reglubreytingarnar eða að innleysa hlutdeildarskírteini sín.

Uppfærðar reglur ásamt útboðslýsingu sjóðsins og lykilupplýsingum má finna hér á vef Landsbréfa.

Nánari upplýsingar um sjóðinn og reglubreytingarnar má nálgast hjá Verðbréfa- og Lífeyrisráðgjöf Landsbankans í síma 410 4040 eða í gegnum netfangið fjarmalaradgjof@landsbankinn.is.

Fréttasafn