06.09.2013 11:33

Landsbréf - Öndvegisbréf: Reglubreyting

Fjármálaeftirlitið og stjórn Landsbréfa hafa staðfest breytingar á reglum fjárfestingarsjóðsins Landsbréf – Öndvegisbréf.

Breytingarnar felast í eftirtöldu:

Heimilisfangi sjóðsins er breytt í Borgartún 33, Reykjavík. Var áður í Borgartúni 25, Reykjavík.

Gerðar eru breytingar á uppgjörstíma sjóðsins, uppgjör viðskiptapantana fer fram þremur bankadögum eftir að viðskiptapöntun berst.

Breytingar eru gerðar á umsýsluþóknun rekstrarfélagsins fyrir rekstur sjóðsins. Uppgjör umsýsluþóknunar er nú mánaðarlega en var ársfjórðungslega áður. Eftirlitsgjald til Fjármálaeftirlitsins sem lagt er á skv. lögum er nú greitt beint af sjóðnum og rekstrarfélagið hefur nú heimild til þess að krefja sjóðinn um endurgreiðslu annars kostnaðar sem fellur til við rekstur hans.

Breytingar eru gerðar á 4. gr. reglnanna um útvistun á verkefnum til Landsbankans, útvistuðum verkefnum hefur nú verið fækkað.

Gerðar eru breytingar á viðskiptatíma sjóðsins sem er nú frá kl. 9:30 til 14:30. Áður var viðskiptatíminn til kl. 15.30.

Gerðar eru breytingar á reglum um samruna í samræmi við 56. gr. a og b í lögum nr. 128/2011.

Fjárfestingarheimildir sjóðsins eru auknar. Meginbreytingin er sú að nú er sjóðnum heimilt að fjárfesta í verðbréfa, – og fjárfestingarsjóðum sem fjárfesta í hlutabréfum og að fjárfesta í fagfjárfestasjóðum.

Uppfærðar reglur ásamt útboðslýsingu sjóðsins og lykilupplýsingum má finna hér á vefsíðu Landsbréfa.

Nánari upplýsingar um sjóðinn og reglubreytingarnar má nálgast hjá Verðbréfa- og Lífeyrisráðgjöf Landsbankans í síma 410 4040 eða í gegnum netfangið fjarmalaradgjof@landsbankinn.is.

Fréttasafn