Um sjóðinn
Sjóðurinn er fjárfestingarsjóður (Non -UCITS), starfræktur í samræmi við lög nr. 45/2020 um rekstraraðila sérhæfðra sjóða og lýtur eftirliti Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. Athygli fjárfesta er vakin á því að fjárfestingarsjóðir hafa rýmri fjárfestingarheimildir en verðbréfasjóðir samkvæmt lögunum. Sjóðurinn er rekinn af Landsbréfum hf., rekstrarfélagi með starfsleyfi á Íslandi og heyrir undir eftirlit Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. Landsbankinn hf. er vörsluaðili sjóðsins. Upplýsingar varðandi skattlagningu má nálgast í skjalinu Skattamál. Áhætta fylgir ávallt fjárfestingu í sjóðum þar sem gengi þeirra getur bæði hækkað og lækkað vegna verðbreytinga á eignum sjóðanna og vegna gengisflökts gjaldmiðla þegar eignir sjóða eru í erlendum gjaldmiðlum. Ávöxtun í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur. Fjárfestum er bent á að kynna sér vel reglur og útboðslýsingu sjóða áður en fjárfest er í þeim. Innlausnarvirði hlutdeildarskírteina sjóðsins er virði samanlagðra eigna að frádregnum skuldum sjóðsins, s.s. ógreiddri umsýslu, þóknunum og öðrum gjöldum. Við samanburð á fjárfestingu í sjóði og bankainnlánum þarf að taka mið af því að eignarhlutdeild í sjóði nýtur ekki sambærilegrar tryggingaverndar hjá Tryggingasjóði innstæðueigenda og fjárfesta og hefðbundin innlán njóta.