Fjárfestingarstefna

Fjárfestingarstefna og líftími

ITF I fjárfestir í uppbyggingu afþreyingartengdrar ferðaþjónustu á Íslandi. Bæði kemur til greina að taka þátt í verkefnum sem enn eru á hugmyndastigi og að fjárfesta í starfandi fyrirtækjum sem hafa möguleika til vaxtar.

Líftími félagsins er til 2022 og gert er ráð fyrir að líftími einstakra fjárfestinga verði á bilinu 3-7 ár. Stærð félagsins er 4.100 m.kr. og er miðað við að hámarksstærð einstakra fjárfestinga sé ekki hærri en sem nemur 20% af stærð félagsins. Gert er ráð fyrir að fjöldi fjárfestinga verði á bilinu 5 til 10.

Fjárfestingarferlið

Fjárfestingaferlið er með þeim hætti að framkvæmdastjórar leita uppi og meta áhugaverð fjárfestingartækifæri sem falla að fjárfestingarstefnu félagsins. Við mat á verkefnum er m.a. horft til eftirfarandi þátta:

  • Er vænt arðsemi góð?
  • Leiðir verkefnið til fjölgunar afþreyingarkosta í íslenskri ferðaþjónustu?
  • Mat á frumkvöðlum og meðfjárfestum
  • Getur fjárfestingin vaxið í gegnum innri eða ytri vöxt?
  • Eru fyrirsjáanlegar útgönguleiðir innan líftíma félagsins?

Reynist verkefni uppfylla þau skilyrði sem sett eru fyrir þátttöku félagsins er það lagt fyrir fjárfestingarráð sem hefur endanlegt ákvörðunarvald um fjárfestingar.

ITF I mun vera virkur hluthafi í þeim fjárfestingum sem ráðist er í og fylgir eftir fjárfestingum í gegnum stjórnarsetu og hluthafasamkomulag.

Fjárfestingarráð

Fjárfestingarráð er skipað af hluthöfum félagsins og í því sitja:

  • Grímur Sæmundsen, formaður
  • Helgi Már Björgvinsson
  • Guðmundur Þorbjörnsson
  • Magnea Þórey Hjálmarsdóttir
  • Svanhildur Konráðsdóttir