Landsbréf Icelandic Tourism Fund I fjárfestingarfélag

Um ITF I

Mikill vöxtur hefur verið í ferðaþjónustu á Íslandi á undanförnum árum og gerum við ráð fyrir að áframhald verði á þeirri þróun. Mikil áhersla hefur verið lögð á markaðssetningu á Íslandi utan háannatíma sem hefur skilað sér í jafnara álagi yfir árið og betri nýtingu fjárfestinga í greininni. Þrátt fyrir vöxt greinarinnar hefur fjárfesting verið í lágmarki undanfarin ár og mikil þörf er á fjármagni til nýsköpunar. 

Landsbréf höfðu því frumkvæði að stofnun fagfjárfestasjóðsins Landsbréf Icelandic Tourism Fund I slhf. (ITF I) sem fjárfesta mun í uppbyggingu í íslenskri ferðaþjónustu. Lögð verður áhersla á ný heilsársverkefni sem fjölga afþreyingarmöguleikum fyrir ferðamenn og stuðla að betri nýtingu á innviðum ferðaþjónustunnar yfir vetrartímann.

Stjórn

  • Helgi Þór Arason, formaður
  • Bragi Gunnarsson
  • Hermann Már Þórisson

Framkvæmdastjóri

  • Helgi Júlíusson