Fjárfestingarstefna

Fjárfestingarstefna og líftími

Horn III er áhrifafjárfestir sem fjárfestir í íslensku atvinnulífi með það að markmiði að stuðla að vexti og viðgangi þeirra fyrirtækja sem fjárfest er í til að hámarka arðsemi. Til að ná markmiðum um góða arðsemi til hluthafa er lögð rík áhersla á að innleiða góða stjórnarhætti í þeim félögum sem fjárfest er í. Andvirði hverrar sölu verður greitt út til hluthafa hlutfallslega og ekki er heimilt að endurfjárfesta fyrir söluandvirði eigna.

  • Horn III fjárfestir í íslensku atvinnulífi
  • Eingöngu fjárfest í óskráðum hlutabréfum eða óskráðum verðbréfum með hlutabréfaígildi
  • Ekki er einblínt á einstaka atvinnugrein – stefnt er að góðri dreifingu milli atvinnugreina
  • Horn III fjárfestir bæði í minnihluta og meirihluta
  • Horn III fjárfestir í fyrirtækjum með þekkt viðskiptamódel en ekki er einungis horft til stærri fyrirtækja á íslenskum markaði. Ekki er fjárfest í sprotafyrirtækjum

Stefnt er að því að fjárfesta í dreifðu eignasafni. Hver fjárfesting má að hámarki nema 30% af áskriftarloforðum en lágmarksfjárfesting í einstöku félagi er 500 milljónir króna. Fjárfestingartími er til ársloka 2019 og líftími Horns III er til ársloka 2025.

Fjárfestingarráð

Fjárfestingarráð er skipað hluthöfum sjóðsins og í því sitja:

  • Þórður Pálsson, formaður
  • Guðmundur Ingi Jónsson
  • Jón Otti Jónsson
  • Ólafur Frímann Gunnarsson
  • Ólöf Pétursdóttir