Fjárfestingarstefna

Fjárfestingarstefna og líftími

Horn II fjárfestir í íslensku atvinnulífi og eingöngu í óskráðum hlutabréfum. Fjárfest er í fyrirtækjum með þekkt viðskiptalíkan og stefnt er að góðri dreifingu milli atvinnugreina. Ekki er fjárfest í nýsköpun. 

Fjárfestingartími sjóðsins er út árið 2015. Líftími sjóðsins er til 2018 og gert er ráð fyrir að líftími einstakra fjárfestinga verði á bilinu 3-5 ár. Stærð sjóðsins er rúmlega 8,5 ma.kr. og er miðað við að hámarksstærð einstakra fjárfestinga sé ekki hærri en sem nemur 30% af stærð sjóðsins. 

Gert er ráð fyrir að fjöldi fjárfestinga verði á bilinu 5 til 10.

Fjárfestingarráð

Fjárfestingarráð er skipað hluthöfum sjóðsins og í því sitja:

  • Þórður Pálsson, formaður 
  • Arne Vagn Olsen
  • Guðmundur Ingi Jónsson
  • Jón Otti Jónsson
  • Ólafur Frímann Gunnarsson