Horn II

Um Horn II

Horn II slhf. var upphaflega rúmlega 8,5 ma.kr. framtakssjóður stofnaður af Landsbréfum. Lokað var fyrir áskrift að hlutafé í apríl 2013. Hluthafar eru um 30 talsins og samanstanda af lífeyrissjóðum, fjármálafyrirtækjum og fagfjárfestum. Horn II er hugsað sem fjárfestingabandalag um óskráðar fjárfestingar í íslensku atvinnulífi.

Ein hentugasta leiðin til að fjárfesta í óskráðum fyrirtækjum er í gegnum framtakssjóði. Þetta form á fjárfestingum er vel þekkt erlendis og hefur verið að ryðja sér rúms hér á landi undanfarin ár.

Fjárfestingartímabili Horns II er lokið og er líftími félagsins áætlaður fyrir árslok 2020. Lögð hefur verið áhersla á skýra útgönguáætlun í fjárfestingum og er meðal annars horft til skráningar þeirra félaga í Kauphöll sem Horn II fjárfestir í. Horn II hefur fjárfest í fjórum félögum frá stofnun, Hvatningu sem á eignarhlut í Bláa Lóninu, Fáfni Offshore, Kea hótelum og IF hf. sem á eignarhlut í Invent Farma ehf.

Stjórn

  • Horn II GP ehf.

Framkvæmdastjórar

  • Hermann Már Þórisson
  • Steinar Helgason

Fréttir