Kauphallarsjóðir

Kauphallarsjóðir Landsbréfa (ETFs)

Kauphallarsjóðir

Kauphallarsjóðir eru góður kostur fyrir þá sem vilja ávaxta fé sitt í sjóðum með hlutlausa stýringu sem endurspegla kauphallarvísitölur annað hvort skuldabréfavísitölur eða hlutabréfavísitölur. Í kauphallarvísitölum eru þau verðbréf sem eru með mestan seljanleika á hverjum tíma. Hlutdeildarskírteini kauphallarsjóða eru skráð og tekin til viðskipta í Kauphöllinni og því er samfelld verðmyndun möguleg á meðan hefðbundnir verðbréfasjóðir gefa aðeins út daglegt gengi. Viðskiptavakt er á hlutdeildarskírteinum í Kauphöll.

Viðskipti með kauphallarsjóði

Hagstæðast er að eiga viðskipti með hlutdeildarskírteinin í Kauphöllinni. Viðskipti fara þá fram með sama hætti og viðskipti með hlutabréf og skuldabréf. Einnig er mögulegt að kaupa frumútgefin skírteini beint af Landsbréfum. 

Gengi sjóðanna í Kauphöllinni

Hér fyrir neðan má sjá gengi hlutdeildarskírteina í kauphallarsjóðum Landsbréfa í viðskiptum í Kauphöll. Um er að ræða gengi á eftirmarkaði þar sem samfelld verðmyndun fer fram. Viðskiptavakt er á hlutdeildarskírteinum í kauphöll.

Upplýsingar eru 15 mín gamlar
ETF Sjóðir Kauptilboð Sölutilboð Breyting % Velta / þús. kr. Dags / Tími
LEQ UCITS ETF 0 0 - 0 11.01.2019 00:00
*iNAV: Metið gengi miðað við nýjustu upplýsingar á hverjum tíma
Upplýsingar 3 mín gamlar
*iNav
1.500,01

Fréttasafn