Kauphallarsjóðir
Kauphallarsjóðir Landsbréfa (ETFs)
Kauphallarsjóðir
Landsbréf reka einn verðbréfasjóð, Landsbréf – LEQ UCITS ETF, sem jafnframt er kauphallarsjóður. Hlutdeildarskírteini sjóðsins eru skráð og hafa verið tekin til viðskipta í kauphöllinni á Íslandi, Nasdaq Iceland, og er því samfelld verðmyndun á hlutdeildarskírteinum möguleg á meðan hefðbundnir verðbréfasjóðir gefa aðeins út daglegt gengi. Viðskiptavakt er með hlutdeildarskírteinin í kauphöllinni.
Landsbréf – LEQ UCITS ETF er góður kostur fyrir þá sem vilja ávaxta fé sitt í sjóði með hlutlausa stýringu sem endurspeglar kauphallarvísitöluna OMXI10CAP. Í kauphallarvísitölunni eru þau hlutabréf sem eru með mestan seljanleika á hverjum tíma. Vísitalan er endurskoðuð tvisvar á ári.
Viðskipti með kauphallarsjóði
Hagstæðast er að eiga viðskipti með hlutdeildarskírteinin í Kauphöllinni. Viðskipti fara þá fram með sama hætti og viðskipti með hlutabréf og skuldabréf. Einnig er mögulegt að kaupa frumútgefin skírteini beint af Landsbréfum.
Gengi sjóðanna í Kauphöllinni
Hér fyrir neðan má sjá gengi hlutdeildarskírteina í kauphallarsjóðum Landsbréfa í viðskiptum í Kauphöll. Um er að ræða gengi á eftirmarkaði þar sem samfelld verðmyndun fer fram. Viðskiptavakt er á hlutdeildarskírteinum í kauphöll.
ETF Sjóðir | Gengi | Breyting % | Dags / Tími |
---|---|---|---|
LEQ UCITS ETF | 2241,4 | -1,37 | 25.01.2021 |
*iNav |
---|
1.828,41 |
Fréttasafn
- Eignasamsetning LEQ UCITS ETF í lok dags 22. janúar 2021
- Eignasamsetning LEQ UCITS ETF í lok dags 21. janúar 2021
- Eignasamsetning LEQ UCITS ETF í lok dags 20. janúar 2021
- Eignasamsetning LEQ UCITS ETF í lok dags 19. janúar 2021
- Eignasamsetning LEQ UCITS ETF í lok dags 18. janúar 2021
- Eignasamsetning LEQ UCITS ETF í lok dags 15. janúar 2021
- Eignasamsetning LEQ UCITS ETF í lok dags 14. janúar 2021
- Eignasamsetning LEQ UCITS ETF í lok dags 13. janúar 2021
- Eignasamsetning LEQ UCITS ETF í lok dags 12. janúar 2021
- Eignasamsetning LEQ UCITS ETF í lok dags 11. janúar 2021