Landsbréf bjóða upp á fjölbreytt úrval verðbréfa- og fjárfestingarsjóða. Sjóðirnir fjárfesta ýmist í skuldabréfum, hlutabréfum, innlánum og öðrum fjármálagerningum eftir fjárfestingarstefnu. Fjárfesting í sjóðum er góð leið fyrir þá sem vilja ávaxta fé sitt í safni verðbréfa og annarra fjármálagerninga og dreifa þannig áhættu.

Hér sérðu yfirlit um sjóði Landsbréfa, nafnávöxtun síðastliðinna 5 ára, gengi og sveiflur í ávöxtun.

Áhætta fylgir ávallt fjárfestingu í sjóðum þar sem gengi þeirra getur bæði hækkað og lækkað vegna verðbreytinga á eignum sjóðanna og vegna gengisflökts gjaldmiðla þegar eignir sjóða eru í erlendum gjaldmiðlum. Hafa ber í huga að ávöxtun í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur. Fjárfestum er bent á að kynna sér vel lykilupplýsingar og útboðslýsingu sjóða áður en fjárfest er í þeim. Fjárfestum er enn fremur ráðlagt að kynna sér helstu áhættuþætti og upplýsingar um skattamál.

Ávöxtun verðbréfa- og fjárfestingarsjóða í rekstri Landsbréfa hf. er almennt birt sem nafnávöxtun í ISK, nema annað sé tekið fram, að frádregnum kostnaði sem fallið hefur á sjóðinn á hverjum tíma. Nafnávöxtun tímabila sem eru styttri en eitt ár eru ekki uppreiknuð á ársgrundvöll. Upplýsingar um ávöxtun byggja á bókhaldsgögnum sjóðanna.

Verðbréfa- og lífeyrisráðgjöf Landsbankans annast upplýsingagjöf, ráðgjöf og öll viðskipti með verðbréfa- og fjárfestingarsjóði í rekstri Landsbréfa hf. Ráðgjafar veita milligöngu um kaup og sölu verðbréfa í síma 410 4040 en einnig er hægt að senda beiðni á verdbrefaoglifeyrisradgjof@landsbankinn.is.