25.03.2020 13:17

Hagnaður Landsbréfa 489 milljónir á árinu 2019

Landsbréf hf. hafa birt ársreikning vegna reksturs ársins 2019. Helstu niðurstöður voru þessar:

  • Hagnaður af rekstri Landsbréfa nam 489 milljónum króna eftir skatta á árinu 2019.
  • Hreinar rekstrartekjur námu 1.683 milljónum króna á árinu 2019 og nam eigið fé í árslok um 4.291 milljónum króna.
  • Í lok tímabilsins voru eignir í stýringu rúmir 180 milljarðar króna og voru um 13 þúsund einstaklingar og lögaðilar sem áttu hluti í sjóðum Landsbréfa.
  • Starfsmenn voru 18 í árslok en fjöldi ársverka á árinu var 19.

Helgi Þór Arason, framkvæmdastjóri Landsbréfa:

„Rekstur Landsbréfa gekk vel á árinu 2019 og skilaði félagið góðum hagnaði. Ávöxtun sjóða félagsins var almennt mjög góð og er ánægjulegt að sjá þann mikla fjölda einstaklinga og fyrirtækja sem treysta Landsbréfum til að ávaxta fjármuni sína. Það hlutverk taka Landsbréf alvarlega og munum við halda áfram að leggja metnað okkar í að ávaxta fjármuni viðskiptavina okkar á ábyrgan hátt. Jafnframt munum við hlusta eftir þörfum fjárfesta og endurspegla það í fjölbreyttu sjóðaframboði félagsins, en þar má sem fyrr finna fjárfestingakosti sem mæta þörfum flestra fjárfesta.“

Nánari upplýsingar um ársreikning Landsbréfa veitir Helgi Þór Arason, framkvæmdastjóri Landsbréfa, í síma 410 2500.

Landsbréf - ársreikningur 2019 (PDF)

Fréttasafn