20.11.2018 15:28

Samið um sölu á hlut Horns II í Hvatningu hf.

Samningur hefur komist á um kaup Kólfs ehf., eignarhaldsfélags í meirihlutaeigu Gríms Sæmundsen, forstjóra Bláa Lónsins hf., á öllum hlut Horns II í Hvatningu hf. en Hvatning heldur á um 40% hlut í Bláa Lóninu hf. Kólfur og Horn II hafa átt í góðu samstarfi um eignarhald í Bláa Lóninu í gegnum Hvatningu hf. frá árinu 2012.

Samhliða hefur núverandi hluthöfum Horns II verið veittur kaupréttur til 31. janúar nk., á þeim hlutum sem undir voru í viðskiptunum á sama viðskiptagengi.

Fréttasafn