30.08.2018 13:47

Landsbréf – BÚS I árshlutareikningur 30. júní 2018

Árshlutareikningur fyrir fagfjárfestasjóðinn Landsbréf – BÚS I var staðfestur í dag af stjórn Landsbréfa hf. sem er rekstrarfélag sjóðsins. Sjóðurinn er útgefandi skuldabréfa sem tekin voru til viðskipta hjá NASDAQ OMX Iceland hf. í desember 2017.

Hagnaður sjóðsins á fyrri hluta ársins nam 22 þús. kr. samkvæmt rekstrarreikningi og yfirlit um breytingu á hreinni eign. Hrein eign sjóðsins nam 1.026 þús. kr. samkvæmt efnahagsreikningi í lok tímabilsins.

Árshlutareikningurinn er kannaður af Grant Thornton endurskoðun ehf.

Það er ályktun endurskoðenda sjóðsins að árshlutareikningurinn gefi glögga mynd af afkomu sjóðsins á tímabilinu 1. janúar til 30. júní 2018 og efnahag hans 30. júní 2018 í samræmi við lög um ársreikninga og reglur um ársreikninga verðbréfa- og fjárfestingarsjóða.

Landsbréf – BÚS I árshlutareikningur fyrri árshelmings 2018 (PDF)

Fréttasafn