08.01.2018 13:59

Andlát: Sigríður Hrólfsdóttir stjórnarformaður Landsbréfa

Sigríður Hrólfsdóttir, viðskiptafræðingur og stjórnarformaður Landsbréfa, lést laugardaginn 6. janúar sl. 50 ára að aldri. Sigríður varð bráðkvödd í fríi með fjölskyldu sinni í Frakklandi.

Sigríður tók við stjórnarformennsku í Landsbréfum á aðalfundi félagsins í apríl 2017. Sigríður var reynslumikil og bjó yfir mikilli og fjölbreyttri þekkingu á íslensku atvinnulífi og því var mikill fengur að fá hana til liðs við félagið. Starfsfólk og stjórn Landsbréfa vottar fjölskyldu Sigríðar innilega samúð sína við óvænt fráfall hennar.

Eftirlifandi eiginmaður Sigríðar er Gunnar Halldór Sverrisson, forstjóri Odda. Sigríður lætur eftir sig þrjú börn, Halldór Árna Gunnarsson, Sverri Geir Gunnarsson og Þórunni Hönnu Gunnarsdóttur.

Fréttasafn