17.03.2015 10:40

Stjórnarhættir Landsbréfa til fyrirmyndar

Þann 10. mars 2015 ákvað Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við Háskóla Íslands að endurnýja viðurkenningu Landsbréfa hf. sem fyrirmyndarfyrirtækis í góðum stjórnarháttum, en Landsbréf hf. fengu þessa viðurkenningu fyrst í árslok 2013. Eru Landsbréf hf. eitt af 13 íslenskum fyrirtækjum sem hafa fengið þessa viðurkenningu.

Landsbréf hf., sem eru rekstrarfélag verðbréfasjóða, fjárfestingarsjóða og fagfjárfestasjóða, leggja mikla áherslu á að framfylgja vönduðum stjórnarháttum og hafa þar hliðsjón af leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja sem Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og NASDAQ OMX Iceland hf. hafa gefið út.

Landsbréf hf. fagna þessari viðurkenningu og munu hér eftir sem hingað til leggja metnað sinn í að vera í fararbroddi í góðum stjórnarháttum.

Fréttasafn