24.10.2014 15:53

Jón Þorsteinn hefur störf hjá Landsbréfum

Jón Þorsteinn Oddleifsson hefur verið ráðinn til starfa hjá Landsbréfum hf. og hefur störf þann 1. nóvember næstkomandi.

Jón Þorsteinn hefur víðtæka reynslu á fjármálamörkuðum. Á árunum 2011-2014 var hann meðeigandi hjá ráðgjafafyrirtækinu Calco Consulting. 

Á árunum 2008-2010 starfaði Jón sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Landsbankanum hf., en á árunum 2003-2008 sem forstöðumaður fjárstýringar hjá Landsbanka Íslands hf. Þar áður starfaði Jón í fimm ár í Búnaðarbanka Íslands hf.

Jón Þorsteinn er hagfræðingur frá Háskóla Íslands og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

Fréttasafn