06.10.2014 10:48

Breyttur uppgjörstími sjóða í rekstri Landsbréfa hf.

Í dag, 6. október 2014, breytist uppgjörstími neðangreindra verðbréfa- og fjárfestingarsjóða í rekstri Landsbréfa hf. Fjármálaeftirlitið og stjórn Landsbréfa hf. hafa staðfest reglubreytingu þar að lútandi. Breytingarnar eru gerðar vegna ákvörðunar Kauphallarinnar um að breyta uppgjörstíma verðbréfaviðskipta á aðalmarkaði Kauphallarinnar og First North Iceland þannig að uppgjör fari fram á öðrum virkum degi eftir að viðskipti eiga sér stað (T+2). Eignir sjóðanna eru að stórum hluta skráðar í Kauphöll. Uppgjörstími skuldabréfaviðskipta er lengdur um einn dag en uppgjörstími hlutabréfaviðskipta er styttur um einn dag.

Breytingin tekur til eftirfarandi sjóða:

Landsbréf – Sparibréf Ríkisvíxlar
Landsbréf – Sparibréf stutt
Landsbréf – Sparibréf meðallöng
Landsbréf – Sparibréf verðtryggð
Landsbréf – Sparibréf óverðtryggð
Landsbréf – Sparibréf löng
Landsbréf – Markaðsbréf
Landsbréf - LREAL
Landsbréf – Úrvalsbréf
Landsbréf – Öndvegisbréf
Landsbréf – Nordic 40
Landsbréf – Eignabréf
Landsbréf – Einkabréf B
Landsbréf – Einkabréf C
Landsbréf – Einkabréf D
Landsbréf – Safnbréf 1
Landsbréf - LEQ

Verðbréfasjóðurinn Landsbréf – Veltubréf mun áfram vera með uppgjör daginn eftir viðskiptadag (T+1) og verðbréfasjóðurinn Landsbréf – Global Equity Fund mun áfram vera með uppgjör þremur dögum eftir viðskiptadag (T+3).

Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Verðbréfa- og lífeyrisráðgjafar Landsbankans í síma 410-4040, einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið fjarmalaradgjof@landsbankinn.is.

Fréttasafn