26.06.2014 14:28

Team Landsbréf sigraði í B-flokki í Wow Cyclothoninu


Hjólreiðalið Landsbréfa - Team Landsbréf 2014 - vann WOW Cyclothon í flokki B-liða í dag. Landsbréfaliðið hjólaði hringinn í kringum Ísland á tímanum 40:36:24. Þeir skildu sína helstu keppinauta eftir á Austurlandi, rétt eftir að farið var yfir Öxi, og eftir það var sigurinn aldrei í raunverulegri hættu.

Í B-liðunum eru tíu manns sem skiptast á að hjóla.

Menn voru þreyttir en ánægðir þegar komið var í mark við Rauðavatn í hádeginu í dag. Þar tóku samstarfsfélagar, vinir og vandmenn vel á móti þeim og eins og siður er í keppnum sem þessum var sprautað úr freyðivínsflöskum yfir kappana.

Wow Cyclothonið stendur 24.-27. júní. Öll liðin safna áheitum til styrktar bæklunarskurðdeild Landspítalans og stendur áheitasöfnunin til 30. júní.

Áheitasöfnun Team Landsbréf í Wow Cyclothoninu


Fréttasafn