05.06.2014 12:28Nýr framkvæmdastjóri hefur störf hjá Landsbréfum
Helgi Þór Arason hefur hafið störf sem framkvæmdastjóri Landsbréfa hf.
Helgi nam viðskiptafræði við Háskóla Íslands, hefur MBA gráðu frá sama skóla og hefur jafnframt lokið prófi í löggildri verðbréfamiðlun. Helgi hefur 15 ára reynslu af íslenskum fjármálamarkaði en undanfarin 6 ár hefur hann gegnt starfi forstöðumanns Markaðsviðskipta í Landsbankanum hf.