06.05.2014 09:40Frestun viðskipta með hlutdeildarskírteini
Landsbréf hf. tilkynna hér með að stjórn félagsins tók þá ákvörðun kl. 9.30 í morgun að fresta viðskiptum með hlutdeildarskírteini í þeim sjóðum Landsbréfa sem eiga skuldabréf útgefin af Íbúðalánasjóði.
Er þessi ákvörðun tekin í ljósi ákvörðunar Fjármálaeftirlitsins að stöðva viðskipti með skuldabréf útgefin af Íbúðalánasjóði.
Sjóðirnir sem um ræðir eru:
- Landsbréf - Markaðsbréf
- Landsbréf - Eignabréf
- Landsbréf - Einkabréf B
- Landsbréf - Einkabréf C
- Landsbréf - Einkabréf D
- Landsbréf - Safnbréf 1
- Landsbréf - Sparibréf stutt
- Landsbréf - Sparibréf meðallöng
- Landsbréf - Sparibréf löng
- Landsbréf - Sparibréf verðtryggð