07.04.2014 10:11

Breytingar á framkvæmdastjórn Landsbréfa

Stjórn Landsbréfa hf. tilkynnir hér með um eftirfarandi:

Sigþór Jónsson, framkvæmdastjóri Landsbréfa hf., hefur sagt starfi sínu lausu hjá félaginu. Á stjórnarfundi sem haldinn var fyrir opnun markaða í dag, þann 7. apríl 2014 var tekin ákvörðun um að Hermann Már Þórisson, sem gegnt hefur stöðu staðgengils framkvæmdastjóra Landsbréfa hf. verði framkvæmdastjóri félagsins þar til annað verður ákveðið.

Fréttasafn