16.12.2013 11:12

Breytingar á stjórn Landsbréfa

Á hluthafafundi Landsbréfa hf. sem haldinn var eftir lokun markaða þann 13. desember 2013 urðu þær breytingar á stjórn Landsbréfa hf. að Halldóra G. Hinriksdóttir sem setið hefur í stjórn félagsins síðan júní 2012, Helga Friðriksdóttir, sem setið hefur í stjórn félagsins síðan í nóvember 2012, og Jón Steindór Valdimarsson, sem setið hefur í stjórn félagsins síðan apríl 2012, létu af störfum. Í þeirra stað voru kjörin þau Helga Gunnarsdóttir, viðskiptafræðingur, Jón Þór Grímsson, lögfræðingur og Sigríður Hrund Guðmundsdóttir, viðskiptafræðingur. Í kjölfar fundarins var Sigurbjörn Jón Gunnarsson kjörinn formaður stjórnar, en hann hefur setið í stjórn félagsins síðan í maí 2012.

Fréttasafn