05.07.2013 13:51

Landsbréf sjá um eignastýringu fyrir Tryggingasjóð

Tryggingasjóður innstæðueigenda hefur valið Landsbréf sem eitt þriggja fyrirtækja til að annast eignastýringu fyrir sjóðinn.

Samningurinn er gerður í framhaldi útboðs þar sem leitað var eftir aðilum til að stýra eignasafni sjóðsins. Tíu fjármálafyrirtæki tóku þátt í útboðinu en að loknu ítarlegu matsferli, þar sem fjölmargir þættir á borð við reynslu í eignastýringu og stöðugleika voru lagðir til grundvallar, ákvað sjóðurinn að ganga til samninga við þrjú þeirra, þar á meðal Landsbréf.

„Landsbréf eru í mikilli sókn og hafa byggt upp trausta og öfluga eignastýringu. Við erum stolt af því að Tryggingasjóður innstæðueigenda skuli hafa valið okkur sem samstarfsaðila og þeirri viðurkenningu sem að í því felst fyrir fyrirtækið og starfsmenn þess,“ segir Sigþór Jónsson, framkvæmdastjóri Landsbréfa.

Fréttasafn