15.03.2013 09:39

Fullt út úr dyrum á ráðstefnu Landsbréfa um ferðaþjónustu

Fullt var út úr dyrum á ráðstefnu Landsbankans og Landsbréfa um ferðaþjónustu sem haldin var í Hörpu 14. mars.

Á ráðstefnunni kynntu forsvarsmenn Landsbréfa nýjan framtakssjóð sem mun einbeita sér að fjármögnun afþreyingarverkefna í ferðaþjónustu.

Sjóðurinn verður allt að 2,5 milljarðar að stærð þegar hann er full fjármagnaður. Þá kynnti Hagfræðideild Landsbankans nýja greiningu á stöðu ferðaþjónustunnar og rekstri fyrirtækja í henni og fyrirtækjasvið Landsbankans fjallaði um líklega uppbyggingu hótelrýma í miðborg Reykjavíkur til ársins 2020. Einnig tóku til máls á ráðstefnunni fulltrúar Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur, Icelandair, Bláa Lónsins, Íshesta og Pink Iceland.

Samhliða ráðstefnunni gefur Landsbankinn út greiningu Hagfræðideildarinnar og einnig tímarit með blönduðu efni um ferðaþjónustu og framtíð hennar sem má nálgast á vef Landsbankans. Í tímaritinu er að finna áhugaverða grein um framtakssjóðinn sem þú getur nálgast hér.

Fréttasafn