04.02.2013 15:25

Breytingar á nöfnum verðbréfa,- og fjárfestingarsjóða í rekstri Landsbréfa hf.

Með auglýsingu þessari er hlutdeildarskírteinishöfum verðbréfa- og fjárfestingarsjóða í rekstri Landsbréfa hf. hér með gjört kunnugt að eftirfarandi breytingar hafa verið gerðar á reglum sjóðanna:

  • Nafni rekstrarfélagsins er skeytt fyrir framan nafn sjóðanna
  • Reiðubréf ríkistryggð verður að Landsbréf – Sparibréf ríkisvíxlar
  • Landsbanki Nordic 40 verður að Landsbréf – Nordic 40
  • Landsbanki Global Equity Fund verður að Landsbréf – Global Equity Fund

Nöfn verðbréfa- og fjárfestingarsjóða í rekstri Landsbréfa hf. verða eftirleiðis þessi:

Landsbréf – Veltubréf
Landsbréf – Sparibréf stutt
Landsbréf – Sparibréf meðallöng
Landsbréf – Sparibréf verðtryggð
Landsbréf – Sparibréf óverðtryggð
Landsbréf – Sparibréf löng
Landsbréf – Markaðsbréf
Landsbréf – Eignabréf
Landsbréf – Úrvalsbréf
Landsbréf – Global Equity Fund
Landsbréf – Nordic 40
Landsbréf – Sparibréf ríkisvíxlar

Fjármálaeftirlitið hefur yfirfarið reglur sjóðanna og staðfest breyttar reglur fyrrgreindra sjóða. Ennfremur hefur Fjármálaeftirlitið veitt Landsbréfum heimild til þess að upplýsa hlutdeildarskírteinishafa um reglubreytingar sjóðanna með auglýsingu þessari.

Frekari upplýsingar veitir Verðbréfa- og lífeyrisráðgjöf Landsbankans í síma 410-4040, verdbrefaoglifeyrisradgjof@landsbankinn.is

Fréttasafn