27.11.2012 10:33Lokun fyrir viðskipti í sjóðum Landsbréfa sem eiga íbúðabréf útgefin af Íbúðalánasjóði
Í kjölfar lokunar Kauphallar á viðskiptum með Íbúðabréf nú í morgun taldi stjórn Landsbréfa hf. hagsmuni sjóðfélaga í sjóðum Landsbréfa hf. sem eiga Íbúðabréf útgefin af Íbúðalánasjóði, best tryggða með því að loka á viðskipti með hlutdeildarskírteini í þeim sjóðum á meðan óvissa ríkti um verðmyndun undirliggjandi eigna. Ákvörðunin verður endurskoðuð um leið og væntanleg frétt verður opinber.
Um er að ræða eftirtalda sjóði Landsbréfa:
- Markaðsbréf
- Eignabréf
- Reiðubréf ríkistryggð
- Sparibréf stutt
- Sparibréf meðallöng
- Sparibréf löng
- Sparibréf verðtryggð
Uppfært kl. 14:15: Opnað hefur verið með viðskipti með hlutdeildarskírteini sjóða sem eiga Íbúðabréf útgefin af Íbúðalánasjóði. Nánar