22.11.2012 12:25

Viðskipti með sjóði Landsbréfa hf.

Í kjölfar opnunar Kauphallar í morgun þar sem lokað var fyrir viðskipti með Íbúðabréf taldi stjórn Landsbréfa hf. hagsmuni sjóðfélaga í sjóðum Landsbréfa hf. sem eiga Íbúðabréf útgefin af Íbúðalánasjóði, best tryggða með því að loka á viðskipti með hlutdeildarskírteini í þeim sjóðum á meðan óvissa ríkti um verðmyndun undirliggjandi eigna. Þar sem forsendur þessar lokunar eru ekki lengur til staðar hefur stjórn Landsbréfa hf. ákveðið að opna fyrir viðskipti með hlutdeildarskírteini sjóðanna.

Landsbréf munu fylgjast vel með framvindu mála, sérstaklega með það í huga að tilkynnt hefur verið að ekki muni verða viðskiptavakt með Íbúðabréf í dag.

Um er að ræða eftirtalda sjóði Landsbréfa:

  • Markaðsbréf
  • Eignabréf
  • Reiðubréf ríkistryggð
  • Sparibréf stutt
  • Sparibréf meðallöng
  • Sparibréf löng
  • Sparibréf verðtryggð

Fréttasafn