04.09.2012 09:36

Nýr framkvæmdastjóri hefur störf hjá Landsbréfum

Sigþór Jónsson hefur hafið störf sem framkvæmdastjóri Landsbréfa hf.

Sigþór er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og hefur lokið prófi í löggildri verðbréfamiðlun. Sigþór hefur mikla reynslu af íslenskum fjármálamarkaði og fjárfestingastarfsemi. Síðast gegndi hann starfi forstöðumanns sérhæfðra fjárfestinga hjá Stefni hf. og leiddi meðal annars uppbyggingu framtakssjóða Stefnis hf. í atvinnuhúsnæði og fyrirtækjum.

Tengdar fréttir

11.06.2012 - Sigþór Jónsson ráðinn framkvæmdastjóri Landsbréfa hf.

Fréttasafn