30.03.2012 15:19

Flutningur sjóða Landsvaka hf. yfir í Landsbréf hf.

Sjóðir Landsvaka hf. hafa verið seldir til Landsbréfa hf. Nú um mánaðamótin færðist rekstur sjóðanna og önnur starfsemi Landsvaka til Landsbréfa. Sala sjóðanna fór fram að undangengnu verðmati tveggja óháðra aðila og samþykkti Fjármálaeftirlitið söluna og yfirfærslu sjóðanna þann 22. mars sl.

Gert er ráð fyrir því að starfsemi Landsbréfa hf. verði með sama hætti og starfsemi Landsvaka hf. og allt starfsfólk Landsvaka hf. færðist yfir til Landsbréfa hf. Engar breytingar urðu á starfsemi sjóðanna sjálfra við yfirfærsluna. Rekstrarleyfi Landsvaka hf. mun verða skilað inn í kjölfar þessara aðgerða og verður félagið áfram dótturfélag Landsbankans.

Fréttasafn