Störf í boði

Sérfræðingur í sérhæfðum fjárfestingum

Vegna aukinna umsvifa óska Landsbréf hf. eftir öflugum starfsmanni í teymi sérhæfðra fjárfestinga. Teymið stýrir fjárfestingum/framtakssjóðum sem fjárfesta á ýmsum sviðum íslensks atvinnulífs og nema eignir í stýringu deildarinnar um 46 milljörðum króna. Landsbréf er eitt öflugasta sjóðastýringafyrirtæki landsins með 184 milljarða króna eignir í stýringu fyrir 31 sjóð og félög og eru hlutdeildarskírteinishafar í sjóðum félagsins um 13 þúsund talsins.

Starfssvið

  • Greining markaða og fjárfestingarkosta
  • Gerð verðmatslíkana
  • Samskipti og skýrslugjöf til viðskiptavina
  • Önnur tilfallandi verkefni

Hæfnis- og menntunarkröfur

  • Háskólapróf í hag-, viðskipta-, eða verkfræði
  • Sjálfstæði í hugsun og vinnubrögðum
  • Góð íslensku og enskukunnátta
  • Hæfni í mannlegum samskiptum

Nánari upplýsingar veitir Helgi Þór Arason, framkvæmdastjóri Landsbréfa, í síma 410 2511.

Umsóknir sendist til Landsbréfa á netfangið starf@landsbref.is

Umsóknarfrestur er til og með 21. febrúar nk.

Almenn umsókn

Starfsumsókn ásamt ferilskrá skal senda með tölvupósti á netfangið starf@landsbref.is.