Stjórn Landsbréfa hefur yfirumsjón með starfsemi félagsins í samræmi við lög, reglugerðir og samþykktir. Stjórnin mótar almenna stefnu félagsins og skal annast um að skipulag og starfsemi þess sé jafnan í réttu horfi.

Stjórn Landsbréfa skal skipuð eigi færri en fimm mönnum og tveimur til vara, kjörnum á aðalfundi til eins árs í senn. Stjórnarmenn skulu uppfylla hæfisskilyrði laga um fjármálafyrirtæki.

Stjórn Landsbréfa hf.

Sigríður Hrólfsdóttir

Formaður stjórnar

Sigríður er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og með MBA frá University of California í Berkeley. Sigríður hefur verið sjálfstætt starfandi ráðgjafi frá 2010. Hún var framkvæmdastjóri Árvakurs 2009 -2010, framkvæmdarstjóri fjárfestinga- og fjármálasviðs Tryggingamiðstöðvarinnar 2007-2008. Sigríður starfaði hjá Eimskipafélagi Íslands frá 1998-2004, fyrst sem forstöðumaður fjárreiðudeildar og frá 2000 sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs. Hún starfaði við fjárstýringu hjá Íslandsbanka 1994-1998. Núverandi stjórnarseta: Síminn hf (stjórnarformaður), Eldey TLH ehf (stjórnarformaður) og Míla ehf (meðstjórnandi). Fyrri stjórnarseta: Landsbankinn hf. (varaformaður) 2010 - 2013, Valitor hf. (meðstjórnandi) 2009 – 2010. Sigríður er flokkuð sem óháður stjórnarmaður.Sigríður var kjörin fyrst í stjórn Landsbréfa á aðalfundi 6. apríl 2017

Helga Gunnarsdóttir

Meðstjórnandi

Helga sem er sérfræðingur hjá fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans hf. er cand. oecon. frá viðskiptadeild Háskóla Íslands og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Helga hefur starfað hjá fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans hf. og áður Landsbanka Íslands hf. frá 2003. Á árunum 1999-2003 starfaði hún hjá fyrirtækjaráðgjöf Búnaðarbankans hf. og Kaupþings Búnaðarbanka hf. Helga hefur einkum unnið að verkefnum fyrir fyrirtæki sem eru skráð í kauphöll eða hyggja á slíka skráningu. Helga situr ekki í stjórnum annarra félaga. Helga var kjörin í stjórn Landsbréfa í desember 2013 og er flokkuð sem háður stjórnarmaður. Fyrir utan tengsl hennar við Landsbankann sem starfsmaður hans, þá á hún engin sérstök hagsmunatengsl við helstu viðskipta- eða samkeppnisaðila Landsbréfa.

Jón Þór Grímsson

Meðstjórnandi

Jón Þór er deildarstjóri lögfræðiþjónustu fyrir Markaði í lögfræðideild Landsbankans. Hann er með cand. jur. próf frá lagadeild Háskóla Íslands og hefur réttindi sem héraðsdómslögmaður. Jón Þór hefur starfað hjá Landsbankanum hf. og áður Landsbanka Íslands hf. frá árinu 2003. Jón Þór var kjörinn í stjórn Landsbréfa í desember 2013. Jón Þór situr í stjórn einkahlutafélagsins Lindir Resources ehf. Jón Þór er sem starfsmaður Landsbankans flokkaður sem háður stjórnarmaður. Fyrir utan tengsl hans við Landsbankann, sem starfsmaður hans, þá á hann engin sérstök hagsmunatengsl við helstu viðskipta- eða samkeppnisaðila Landsbréfa.

Kristinn Ingi Lárusson

Meðstjórnandi

Kristinn Ingi er viðskiptafræðingur frá University of South Carolina, Columbia og með framhaldsgráðu frá University of Edinburgh og starfar sem framkvæmdastjóri On-Waves. Kristinn hefur setið í stjórn Landsbréfa síðan í apríl 2012 og sat fyrir þann tíma í stjórn Landsvaka hf. Kristinn hefur áralanga reynslu af fjármálamörkuðum. Kristinn Ingi á sæti stjórn Talenta ehf. og einnig í stjórn Trackwell ehf. en bæði félög eru ótengd Landsbréfum. Kristinn Ingi er flokkaður sem óháður stjórnarmaður. Kristinn Ingi á engin sérstök hagsmunatengsl við helstu viðskipta- eða samkeppnisaðila Landsbréfa.

Þóranna Jónsdóttir

Meðstjórnandi

Þóranna útskrifaðist með MSc í Lyfjafræði frá Háskóla Íslands árið 1994 og með MBA gráðu frá IESE í Barcelona 1998. Árið 2008 lauk hún prófi í verðbréfamiðlun og útskrifaðist með doktorspróf úr Business Administration frá Cranfield University í Bretlandi árið 2011, en þar sérhæfði hún sig í ábyrgð og skyldum stjórnarmanna. Þóranna er stjórnendaráðgjafi og lektor við viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík. Hún starfaði áður sem deildarforseti viðskiptadeildar HR og þar áður framkvæmdastjóri rekstrar og stjórnunar við sama skóla. Þóranna var framkvæmdastjóri samskipta- og viðskiptaþróunar hjá Auði Capital hf. árin 2007-2011 og framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Vistor hf./Veritas Capital hf. á árunum 2005-2008. Þóranna er flokkuð sem óháður stjórnarmaður. Þóranna var kjörin fyrst í stjórn Landsbréfa á aðalfundi 6. apríl 2017


Varamenn

  • Heiður Agnes Björnsdóttir
  • Guðjón Valgeir Ragnarsson

Meirihluti stjórnarmanna er ótengdur Landsbankanum.

Framkvæmdastjóri Landsbréfa hf. er Helgi Þór Arason.