Bláa Lónið

Bláa Lónið er heilsulind á heimsmælikvarða. Bláa Lónið býður upp á fjölbreytta þjónustu á sviði afþreyingar, heilsu og veitinga. Það er vinsælasti og mest sótti ferðamannastaður Íslands enda er Bláa Lónið eitt þekktasta vörumerki íslenskrar ferðaþjónustu. Bláa Lónið var stofnað árið 1992 en fólk hafði baðað sig í lóninu allt frá árinu 1976.

Frekari upplýsingar má sjá á heimasíðu félagsins bluelagoon.is.

Horn II á 21,3% hlut í Bláa Lóninu í gegnum Hvatningu hf.

Fáfnir Offshore

Fáfnir Offshore hf. er fyrirtæki sem sérhæfir sig í þjónustu við olíu- og gasborpalla auk annarra verkefna á norðlægum slóðum, t.d. leitar og björgunarstörf. Höfuðstöðvar félagsins eru á Íslandi. Fyrsta skip félagsins, Polarsyssel, er mjög vel útbúið skip og er það sérhannað ísklassa skip, fyrir norðlægar slóðir og getur athafnað sig við erfiðar aðstæður s.s. þar sem hafíss gætir. Með fjárfestingu í ísklassa skipum ætlar félagið að vera þátttakandi í þeirri uppbyggingu sem á sér stað í kringum olíu- og gasiðnaðinn á norðlægum slóðum allt frá Kanada til Rússlands.

Frekari upplýsingar má sjá á heimasíðu félagsins fafnir.is.

Horn II á 23,1% hlut í Fáfnir Offshore ehf.

Keahotel ehf.

Keahótel reka nokkur hótel í Reykjavík og á Norðurlandi. Í Reykjavík eru Hótel Borg, Apótek Hótel og Reykjavík Lights. Á Norðurlandi eru tvö hótel á Akureyri og eitt á Mývatni, á Akureyri eru Hótel Kea og Hótel Norðurland og á Mývatni er Hótel Gígur.

Frekari upplýsingar má sjá á heimasíðu félagsins keahotels.is.

Horn II á 60% hlut í Keahotel ehf.

Invent Farma

Invent Farma ehf. er 100% eigandi að spænska félaginu Invent Farma sl. sem er spænskt samheitalyfjafyrirtæki með höfuðstöðvar í Barcelona. Framleiðsla félagsins skiptist í samheitalyfjaframleiðslu og framleiðslu á virku lyfjaefni til lyfjaframleiðslu. Félagið markaðssetur og selur eigin vörumerki á Spáni, en selur samheitalyf og virk lyfjaefni um allan heim.

Frekari upplýsingar má sjá á heimasíðu félagsins invent-farma.es.

Horn II á 13,2% hlut í Invent Farma ehf. í gegnum IF hf.

Fjárfestingarstefna og líftími

Horn II fjárfestir í íslensku atvinnulífi og eingöngu í óskráðum hlutabréfum. Fjárfest er í fyrirtækjum með þekkt viðskiptalíkan og stefnt er að góðri dreifingu milli atvinnugreina, ekki er fjárfest í nýsköpun.