Um Horn II

Horn II er rúmlega 8,5 ma.kr. framtakssjóður stofnaður af Landsbréfum. Lokað var fyrir áskrift að hlutafé í apríl 2013. Hluthafar eru um 30 talsins og samanstanda af lífeyrissjóðum, fjármálafyrirtækjum og fagfjárfestum. Horn II er hugsað sem fjárfestingabandalag um óskráðar fjárfestingar í íslensku atvinnulífi.

Frá árinu 2008 hefur markaður fyrir óskráð hlutabréf verið mun stærri en markaður með skráð hlutabréf. Fjárfestingartæki (e. investment vehicles) til fjárfestinga í óskráðum bréfum hefur skort en með tilkomu framtakssjóða hefur það breyst. Ein hentugasta leiðin til að fjárfesta í óskráðum fyrirtækjum er í gegnum framtakssjóði. Þetta form á fjárfestingum er vel þekkt erlendis og hefur verið að ryðja sér rúms hér á landi undanfarin ár.

Áætlað fjárfestingartímabil Horns II er til loka árs 2015 og áætlaður líftími til ársins 2018. Lögð hefur verið sérstök áhersla á skýra útgönguáætlun í fjárfestingum og er meðal annars horft til skráningar þeirra félaga í Kauphöll sem Horn II fjárfestir í. Yfirlýst stefna Horns II er að fjárfesta í óskráðum félögum með trausta og velþekkta rekstrarsögu og mun sjóðurinn ásamt því að fjárfesta sjálfur í fyrirtækjum, einnig bjóða eigendum sínum að taka beinan þátt í stærri fjárfestingum þegar við á.

Stjórn

  • Helgi Þór Arason, formaður
  • Bragi Gunnarsson
  • Ingvar Karlsson

Framkvæmdastjórar

  • Hermann Már Þórisson
  • Steinar Helgason

Fréttir